Í spuna-þjálfuninni er aðaláherslan á að styðja aðra, vera í núinu og ritskoða ekki hugmyndir sínar.

 

Hlustun er eitt það mikilvægasta sem við þjálfum sem og að vera fyndin án þess að þurfa að reyna að vera fyndinn.

 

Engin krafa er gerð um að fólk hafi reynslu af leiklist. Spunanemendur koma úr öllum áttum og eru á öllum aldri.

Mikil hefð er fyrir improv í Bandaríkjunum og margir af stærstu grínleikurum og handritshöfundum síðustu ára þar í landi koma oft úr spunaþjálfun eins og Bill Murray, Tina Fey, Will Ferrell, Mike Meyers, Steve Carell og fleiri. 

 

Dóra Jóhannsdóttir hefur kennt improv-námskeið

á Íslandi síðan 2013. Hún stofnaði leikfélagið

Improv Ísland árið 2015 og var listrænn stjórnandi

þar til 2019.

Námskeiðin voru í fyrstu auglýst sem

Improv Haraldurinn og seinna tengt Improv Ísland.

2020 fóru þessi námskeið undir Improv skólann.

Hún lærði improv og sketcha-skrif hjá

Upright Citizen´s Brigade (UCB) frá 2013-2016. Dóra lærði svo árið 2017 sketcha-skrif og improv hjá The Second City í Chicago.

 

Improv-skólinn býður uppá byrjenda og framhaldsnámskeið í spuna  (H1, H2 og H3) sem og sketcha-skrif námskeið.

 

Einnig tökum við að okkur hópefli fyrir fyrirtæki og hópa. 

Dóra Jóhannsdóttir, stofnandi Improv Ísland, er skólastjóri Improv skólans og þar sem eru kennd spunanámskeið og sketsja-skrif námskeið auk þess sem hún er með hópefli og fyrirlestra.