top of page

Það fyllist oft hratt á námskeiðin.
Skráðu þig á póstlista og við látum þig vita þegar opnar fyrir skráningar á næsta námskeið.

Takk fyrir að skrá þig á póstlista!

Námskeiðslýsing

Spunanámskeiðin hjá Improv skólanum eru opin öllum á aldrinum 18- 100 ára. 

Nemendur þurfa ekki að búa yfir reynslu í leiklist eða framkomu. 

Á hverju námskeiði eru hámark 16 nemendur.

Kennsla fer fram í Hafnarhaus, Tryggvagötu 17. Húsnæðið er aðgengilegt öllum.

Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðsgjöld að hluta til eða að fullu leyti.

 

Skólastjóri Improv skólans er Dóra Jóhannsdóttir sem stofnaði félagasamtökin Improv Ísland árið 2015.

Kennarar Improv skólans eru margir af reyndustu spuna-leikurum landsins. 

Námskeiðin hafa verið kennd síðan 2013 og hafa yfir 1000 manns mætt á námskeið.

Á námskeiðinum er farið í leiki og æfingar sem kenna nemendum spuna-tækni.

 

Lífið er spuni, það er ekkert handrit. Allir geta því spunnið!

Að læra og æfa spuna er frábær grunnur fyrir fólk sem hefur áhuga á leiklist, gríni, skrifum og framkomu. Spuni nýtist jafnframt þeim sem hafa engan áhuga á að koma fram. 

Hugmyndafræði spunans getur nýst öllum í lífi og starfi.

 

Spuni er eins og íþrótt og vöðvarnir sem spunaleikarar æfa eru samskipti, hlustun, núvitund, hugrekki, að hlusta á innsæið, jákvæðni, að bregðast við hinu óvænta, að styðja aðra, að vera í flæði, leikgleði, að finna lausnir, vera opin og hlusta á innsæið.

Hvert námskeið er átta skipti. Þrír tímar í senn. Hláturskast í hverri viku!

Byrjendanámskeið í spuna/improv 

(H1)

Nemendur læra undirstöðu atriði í spuna-tækni. 

Framhaldsnámskeið í

spuna/improv

(H2)

Nemendur halda áfram að æfa undistöðu-atriði í spuna og læra um ,,Haralds-strúktúrinn" sem er þekktasti long-form improv strúktúrinn.

Framhaldsnámskeið í

spuna/improv

(H3)

Nemendur halda áfram að æfa undirstöðu-atriði í spuna og æfa sig í ,,Haralds-strúktúrnum". Nemendur æfa fleiri strúktúra í spuna.

Framhaldsnámskeið í

spuna/improv

(H4)

H4 er með ólíkar áherslur í hvert skipti.

NÆSTU NÁMSKEIÐ

Ath. að mörg stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið.

18 ára aldurstakmark

BYRJENDANÁMSKEIÐ Í SPUNA

IMPROV HARALDURINN 1 -(H1)

BYRJENDANÁMSKEIÐ Í SPUNA (H1)

Hefst 10.maí

Miðvikudagar 19-22

8 skipti

Verð: 42.000

Kennari: Laufey Haraldsdóttir

IMPROV HARALDURINN 1 -(H1)

BYRJENDANÁMSKEIÐ Í SPUNA (H1) - UPPSELT!

Hefst 17.apríl

Mánudagar 19-22

8 skipti

Verð: 42.000

Kennari: Pálmi Freyr Hauksson

FRAMHALDSNÁMSKEIÐ Í SPUNA


IMPROV HARALDURINN 2 - (H2) 
(fyrir þá sem hafa klárað H1 eða sambærilegt námskeið)

Hefst 14.maí

Lokatími: 2.júlí

Sunnudagar kl 16-19

8 skipti

Verð: 42.000

Kennari: Guðmundur Einar

IMPROV HARALDURINN 3 - (H3) 

(fyrir þá sem hafa klárað H2 eða sambærilegt námskeið)

2x í viku. 

Þriðjudaga og fimmtudaga

kl 19-22

(frí 18.maí, rauður dagur)

frá 9.maí til 6.júní

8 skipti

Verð: 40.000

Kennari: Björk Guðmundsdóttir

SKETSA-SKRIF-NÁMSKEIÐ


 

Hefst 19.apríl! 

bottom of page