HÓPEFLI

 

JÁ OG!

SPUNI Í LÍFI OG STARFI

 

1.5 tíma hópefli/námskeið fyrir vinnustaði og hópa.

 

Farið er í leiki og æfingar þar sem aðaláherslan er á að hlæja, hafa gaman og læra um leið aðferðir til að auka víðsýni, jákvæðni og sjálfstraust.

 

Í hugmyndafræði spunans eru dýrmæt tól sem nýtast í öllum samskiptum og samvinnu.

Lágmark: 8 manns, Hámark: 20 manns

 

 

Umsagnir þáttakenda:

,,Þetta var framar vonum skemmtilegt og samt hafði ég miklar væntingar.,,

,, Þetta er hópefli sem lifir áfram og svo gagnast þetta líka í vinnunni hjá okkur. Ég vil hafa þetta árlegt eða oftar.,,

 

,,Ég er viss um að aðferðirnar muni nýtast mér vel í hugmyndavinnu og við ákvarðanatökur. Hlakka líka til að prufa með manninum mínum og sonum okkar.

 

,,Kom á óvart hvað þetta var ótrúlega skemmtilegt og allir voru saman í þessu, ekkert óþægilegt,,

 

,,Gott fyrir andann, skemmtilegt fyrir samstarfsfólkið að hlæja saman og sjá aðrar hliðar á hvort öðru. Allir hafa gott að því að læra um og verða betri og færari í mannlegum samskiptum.,,

FYRIRLESTUR

Dóra Jóhannsdóttir

LEIKREGLUR ÚR SPUNA Í LÍFI OG STARFI

Verðmæt tól sem allir geta nýtt sér til að bæta hlustun og efla jákvæð samskipti, sköpunarkraft og samvinnu.

 

Fra 20 - 45 mínútur. 

Á zoom eða á staðnum.

Dóra Jóhannsdóttir spunaleikkona fjallar um aðferðir og hugmyndir í spunavinnu og gríni sem sem allir geta nýtt sér í leik og starfi.

,,Fyrirlesturinn hjá Dóru var mjög athyglisverður og virkilega skemmtilegt að sjá hvernig hún tengir leikreglur úr spuna við samskipti í daglegu lífi. Frábær viðbót við aðrar samskiptareglur. Kom skemmtilega á óvart."

,,Virkilega spot on og gott inn í starfsmannahóp"

,,Dóra opnaði fyrir okkur nýjar og skemmtilegar leiðir til að byggja samstarf á hugmyndaauðgi og trausti. Það var ekki bara þrælskemmtilegt að fá hana til okkar heldur gaf hún okkur haldbær verkfæri í vinnudaginn. ,,